Um okkur

Bátaþjónustan er búin að vera starfandi síðan 2015 en fyrirtækið var stofnað og rekið á kennitölu eigandans frá því rétt fyrir aldamótin 2000 og þangað til það fékk eigin kennitölu.
Við sérhæfum okkur í viðgerðum á öllum gerðum harðskelja og slöngubáta en einnig bjóðum við upp á milligöngu á að útvega notaða og nýja báta eftir óskum viðskiptavina okkar.

Við sjáum einnig um að panta varahluti í flesta utanborðsmótora en einnig Volvo Penta bátavélar.  Svo má alveg prófa að tala við okkur ef um aðrar tegundir er að ræða og sjá hvort við getum útvegað varahluti í þær.
Skoðum einnig hældrif og jet-drif sé þess sérstaklega óskað.

Til að hafa samband við okkur er hægt að smella hérna en einnig er hægt að hringja í okkur í síma 615-2030